www.kosningaskutl.is
Píratar (kt. 461212-0690), Síðumúla 23, 105 Reykjavík (hér eftir Píratar) eru félagasamtök sem voru stofnuð til þess að tryggja réttindi einstaklinga og sjá um framboð Pírata til Aþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Þú getur náð í okkur í síma 546-2000 eða á piratar@piratar.is.
Félagið Píratar heldur úti vefsíðunni www.kosningaskutl.is til þess að bjóða hverjum sem vill skutl á kjörstað óháð stjórnmálaskoðunum eða félagaaðild.
Píratar leggja áherslu á vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífsins. Þess vegna höfum við sett okkur þessa persónuverndarstefnu um vinnslu persónuupplýsinga á vefsíðunni www.kosningaskutl.is. Er það gert í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf til þess að upplýsa þau sem nýta sérþjónustu vefsíðunnar um eftirfarandi:
- Vinnslu persónuupplýsinga,
- hverjir hafa aðgengi að persónuupplýsingum,
- hvernig þær eru unnar og
- hvernig öryggi upplýsinganna er tryggt.
Persónuverndarstefna þessi nær til allra persónuupplýsinga sem óskað er eftir til þess að einstaklingar geti nýtt sérþjónustu vefsíðunnar.
Ef þú ert í vafa hvort eða hvernig þessi stefna varðar þig ertu hvatt til að hafa samband við okkur í gegnum netfangið gdpr@piratar.is.
Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar skv.þessari persónuverndarstefnu eru hvers kyns upplýsingar sem má rekja beint eða óbeint til tiltekins einstaklings. Einungis er unnið með nægjanlegar persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að geta boðið upp á kosningaskutl.
Afhverju þurfum við persónuupplýsingar?
Óskað er eftir persónuupplýsingum til þess að sinna kosningaskutli. Persónuupplýsingum er einungis safnað til þess að geta haft samband við einstaklinga sem óska eftir skutli og geta náð í þau á uppgefnum stað og er einungis safnað með fleirra samþykki og byggir því á 1. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Persónuupplýsingar eru einungis geymdar til loka fless dags sem einstaklingur hefur óskað eftir skutli og eyðast sjálfkrafa.
Hverjir hafa aðgang að persónuupplýsingunum?
Vefsíðan er sett upp í gegnum WordPress.org og vistuð á netþjónum sem Píratar bera ábyrgð á.
Aðgengi að persónuupplýsingum er takmarkaður og eytt þegar fleirra er ekki lengur þörf og er því einungis um afmarkaða og takmarkaða vinnslu persónuupplýsinga að ræða.
Starfsfólks og sjálfboðaliðar sjá um skipulag og utanumhald kosningaskutls hverju sinni í hverju kjördæmi fyrir sig. Þau sem halda utan um skipulag hafa einungis aðgengi að upplýsingum í gegnum WordPress.org en ekki heimild til að vinna þær frekar. Skutlarar fá aðgengi að nafni, staðsetningu og símanúmeri í gegnum dulkóðað
skilaboðakerfi (Signal) og eyðast þær upplýsingar sjálfkrafa í lok hvers dags og skutlarar eru upplýstir um að ekki megi vista eða vinna þær persónuupplýsingar frekar.
Persónuupplýsingum sem skráðar eru á kosningaskutl.is er ekki miðlað til óviðkomandi þriðju aðila nema vegna skyldu eða heimildar í lögum, svo sem til stjórnvalda og dómstóla.
Persónuupplýsingum er ekki miðlað utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli
vi›eigandi persónuverndarlöggjafar, fla› er a› segja á grundvelli staðlaðra samningsskilmála, samflykki þíns eða auglýsingar Persónuverndar um ríki sem veita persónuupplýsingum fullnægjandi vernd.
Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?
Píratar nota viðeigandi ráðstafanir á sviði tækni og skipulags til að vernda persónuupplýsingar. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni sem og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun fleirra.
Aðgengi að kerfum okkar og hugbúnaði er takmarkað. Þeir aðilar sem hafa aðgengi að persónuupplýsingum á vegum Pírata skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu þar sem ábyrgð fleirra og skyldur eru skilgreindar.
Réttindin þín
Einstaklingar hafa margs konar réttindi yfir persónuupplýsingunum sínum samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Þau réttindi sem þú myndir vilja nýta flér vegna fleirra upplýsinga sem við geymum
samkvæmt þessari persónuverndarstefnu eru: rétturinn til að leiðrétta upplýsingar um þig, rétturinn til að vita hvaða upplýsingar við geymum um þig, hvernig við vinnum þær og rétturinn til að láta eyða
persónuupplýsingum þínum.
Réttindi skv. persónuverndarlöggjöfina geta þó takmarkast af öðrum lögum og sett skyldu á Pírata að hafna ósk um eyðingu eða aðgangs að gögnum. Þá gætu önnur réttindi komið í veg fyrir nýtingu upptalinna réttinda svo sem á grundvelli hugverkaréttar eða réttindum annarra. Við flær aðstæður þar sem félagið getur ekki orðið við beiðni þinni munum við útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað.
Vakni einhverjar spurningar eða viljir þú senda inn beiðni vegna réttinda þinna flá geturðu haft samband;
gdpr@piratar.is. Einnig bendum við á að Persónuvernd (personuvernd.is) er sú stofnun á Íslandi sem tekur við kvörtunum frá einstaklingum telji þau að misfarið hafi verið með persónuupplýsingar þeirra.
Endurskoðun
Þessi persónuverndarstefna getur tekið breytingum í samræmi við breytingar á persónuverndarlöggjöfinni sem og vegna breytinga á því hvernig unnið er með persónuupplýsingar á vefsíðunni www.kosningaskutl.is.
Framkvæmdastjóri Pírata ber ábyrgð á endurskoðun og uppfærslu þessarar stefnu.
Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir aðuppfærð útgáfa hefur verið birt á vefsíðunni www.kosningaskutl.is.
Þessi persónuverndarstefna var uppfærð þann 17. september 2021.